Fundargerð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
267. fundur
14. ágúst 2025 kl. 19:00 - 19:48
í Hjálmakletti
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Skýrsla sveitarstjóra
2. Gjaldskrá úrgangsþjónustu 2025
Samþykkt samhljóða
3. Álagning fjallskila 2025
Samþykkt samhljóða
4. Fjallskil haustið 2025
Samþykkt samhljóða
5. Framkvæmd íbúakosninga - sameining við Skorradalshrepp
Samþykkt samhljóða
6. Ósk um umsögn - Skógrækt í landi Varmalækjar - Matsáætlun
Samþykkt samhljóða
7. Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026
Samþykkt samhljóða
Til máls tók: EÓT
8. Byggðarráð Borgarbyggðar - 712
8.1
Framundan er sala á íbúðum og öðrum fasteignum Háskólans á Bifröst. Við þá sölu þarf fyrst og fremst að gæta að eftirfarandi: 1) Að á Bifröst verði uppbygging í starfsemi sem stendur á eigin fótum, er samfélaginu og staðnum til sóma 2) Að hugað verði að framtíð þess fjölda flóttamanna sem nú eru búsettir í leiguhúsnæði á Bifröst 3) Að undið verði ofan af þeirri þróun að á Bifröst myndist einsleit byggð langtímaflóttamanna sem reiða sig á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu til framfærslu. Sú þróun að á Bifröst hefur byggst upp samfélag langtímaflóttamanna er félagslega óásættanlegt og fjárhagsleg byrði sem sveitarfélagið ræður ekki við. Greining á búsetu gefur til kynna að meirihluti flóttamanna á fjárhagsaðstoð á Bifröst eru í íbúðum í eigu háskólans. Byggðarráð fer fram á að háskólinn breyti sem fyrst um stefnu í útleigu íbúða þannig að hún verði sjálfbær frá sjónarhóli sveitarfélagsins og að hagsmunir staðarins og sveitarfélagsins verði tryggðir í söluferlinu. Sveitarfélagið hefur ekki beina aðkomu að ákvörðunum er varða húsnæði á Bifröst. Byggðarráð ætlast hins vegar til þess að fulltrúar Borgarbyggðar í háskólastjórn og fulltrúaráði séu að fullu upplýstir, og beiti sér, þegar kemur að stefnumótun í búsetu eða fyrirkomulagi við sölu eigna.Samþykkt samhljóða.
8.2
Framlagt.
8.3
Framlagt og er sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
8.4
Framlagt.
8.5
Framlagt.
8.6
Framlagt.
8.7
Gjaldskrá Borgarbyggðar um gatnagerðargjöld felur í sér að 50% gatnagerðargjalds sé greitt innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis (7. gr.).Samkvæmt 7. gr. er byggðarráði heimilt að veita sérstakan greiðslufrest á gatnagerðargjaldi "þegar byggt er atvinnuhúsnæði eða húsnæði til endursölu, samkvæmt sérstökum greiðslusamningi sem kveður á um skilmála og greiðslukjör."Með afgreiðslu 681. fundar byggðarráðs dags. 5. september 2024 var BV22 ehf. úthlutað lóðum við Melabraut á Hvanneyri. Byggðarráð samþykkir að veita greiðslufrest í samræmi við eftirfarandi skilmála og greiðslukjör.Í samræmi við gjaldskrá gatnagerðargjalda skulu 50% greiðast innan mánaðar frá lóðarveitingu. Eftirstöðvar skulu greiðast í síðasta lagi við endursölu en þó eigi síðar en innan 24 mánaða frá úthlutun lóðar. Eftirstöðvar skulu bundnar byggingarvísitölu. Borgarbyggð er heimilt að skilyrða lokaúttekt þess húsnæðis sem reist verður við að fullnaðaruppgjör á gatnagerðargjöldum hafi farið fram.Samþykkt samhljóða.
8.8
Byggðarráð felur sveitarstjóra að segja upp leigusamningum í húsinu og að notkun þess verði hætt eins fljótt og unnt er, enda stefnt að því að hefja niðurrif á húsinu á árinu 2026.Samþykkt samhljóða.Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
8.9
Fulltrúar Borgarbyggðar hafa fundað með Vegagerðinni og Markaðsstofu Vesturlands og kom fram hjá sveitarstjóra og umhverfisfulltrúa að ríkur vilji er til samstarfs um að bæta merkingar og miðlun upplýsinga til ferðamanna við þjóðveginn. Þá sé tilefni til að fjölga áfangastöðum og útskotum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman yfirlit um þá staði innan sveitarfélagsins þar sem helst er tækifæri að koma upp skiltum og útskotum og óskar eftir góðu samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands og Vegagerðina við verkið. Byggðarráð bindur vonir við að leggja megi afraksturinn fyrir fund Umhverfis- og landbúnaðarnefndar í ágúst.Samþykkt samhljóða.
8.10
Fram kom að fráveitumálum er ábótavant í örfáum húsum í Borgarnesi. Byggðarráð leggur áherslu á að fráveitumálum þeirra húsa verði komið í ásættanlegt horf sem fyrst og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og kynna framgang málsins fyrir byggðarráði fyrir lok sumars.Samþykkt samhljóða.Logi Sigurðsson fór af fundi.
8.11
Búið er að bregðast við ábendingum Heilbrigðiseftirlits sbr. 708. fund byggðarráðs, endurbótum víða lokið, en annars staðar er von á varahlutum eða nýjum leiktækjum. Vinna við uppsetningu fallvarna og málun fer fram í sumar. Umsjónarmaður áhaldahúss fór lauslega yfir önnur verkefni starfsfólks áhaldahúss í júní, svo sem slátt í sveitarfélaginu, undirbúning fyrir hátíðir í júní, hreinsun og endurbætur gatna og gangstíga en teymið hefur talið 2-4 starfsmenn. Byggðarráð þakkar góða vinnu og góðan framgang við að hreinsa, bæta og fegra sveitarfélagið.Byggðarráð óskar eftir að fá sambærilega kynningu á vinnu áhaldahúss í ágúst. Samþykkt samhljóða.
8.12
Framlagt og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.Samþykkt samhljóða.Guðný Elíasdóttir fór af fundi.
8.13
Framlagt og sveitarstjóra falið að leita frekari upplýsinga og kynna í næstu viku fyrir byggðarráði.Samþykkt samhljóða.
8.14
Byggðaráð samþykkir framlagt deiliskipulag skv. 42. gr. skipulagslaga 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar, með þeim breytingum sem gerðar voru með tilliti til umsagna og athugasemda sem bárust á kynningartíma en breyta ekki auglýstri tillögu í grundvallaratriðum.Samþykkt samhljóða.Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.Bjarney L. Bjarnadóttir fór af fundi.
8.15
Byggðarráð Borgarbyggðar leggur áherslu á að Veiðifélag Hítarár taki formlega afstöðu um framtíðarlegu Hítarár. Þar til sú ákvörðun liggur fyrir þá sér sveitarfélagið sér ekki fært að taka afstöðu til nýrrar bakkamælingar á ánni og telur ekki tímabært að láta fara fram nýtt arðskrármat.Samþykkt samhljóða.
8.16
Eitt tilboð barst í leigu á Slýdalstjörn, frá Borgari og Svani Þorsteinssyni að fjárhæð kr. 250.000,- á ári og felur byggðarráð sveitarstjóra að ganga til samninga við þá á grundvelli tilboðsins til þriggja ára.Samþykkt samhljóða.Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
9. Byggðarráð Borgarbyggðar - 713
9.1
Byggðarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bókun velferðarnefndar og felur sveitarstjóra að leggja fram tillögur um fyrirkomulag á rekstri og eignarhaldi félagslegs húsnæðis í sveitarfélaginu til framtíðar.Samþykkt samhljóða.
9.2
Lagt fram. Farið var yfir þróun síðast liðið ár. Sveitarstjóra falið að gera tillögu að reglulegri skýrslugjöf til byggðarráðs um þróun starfsmannafjölda. Opinberar tölur og þróun í launakostnaði hjá sveitarfélaginu endurspegla að hækkun launa opinberra starfsmanna, og sérstaklega starfsmanna sveitarfélaga, hefur verið mun meiri en á almennum markaði. Tölur um fjölda starfa hjá sveitarfélaginu gefa til kynna fjölgun í takt við þróun íbúafjölda. Hins vegar er ljóst að kjarasamningar og launaskrið kalla á aðhald.Samþykkt samhljóða.
9.3
Skipulagsfulltrúi og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs upplýstu um stöðu mála er snúa að þróun svæðisins. Byggðarráð leggur til að í fjárhagsáætlun í haust verði gert ráð fyrir vinnu við deiliskipulag við flugvöllinn og hvernig uppbygging þess styður uppbyggingu atvinnusvæðisins við Vallarás og öfugt. Byggðarráð styður það sjónarmið að mikilvægt sé að deiliskipulag og uppbygging á grundvelli þess taki mið af því að framtíðarlega Snæfellsnesvegar verður nærri flugvallarsvæðinu. Samþykkt samhljóða.
9.4
Byggðarráð Borgarbyggðar telur að vel sé gert grein fyrir því hvernig staðið verði að mati á þeim þáttum umhverfismatsins sem við kemur sveitarfélaginu og gerir ekki athugasemd við matsáætlunina.Samþykkt samhljóða.
9.5
Byggðarráð sem hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykkir nýja íþróttastefnu Borgarbyggðar.Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja samtal við íþróttahreyfinguna um samningsgerð á grundvelli stefnunnar. Á fundinum var upplýst að samtal við UMSB er nú þegar hafið.Sonja Lind Eyglóardóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
9.6
Erindi Körfuknattleiksdeildar felur í sér að óskað er eftir samtali um nokkuð viðamikinn stuðning t.d. á sviði húsnæðis- og starfsmannamála. Ljóst er að svigrúm sveitarfélagsins til að veita íþróttafélögum stuðning í húsnæðismálum leikmanna og þjálfara hefur breyst til hins verra þar sem húsnæðið við Þorsteinsgötu 5 verður brátt búið undir niðurrif. Byggðarráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við deildina um þessar breyttu aðstæður. Ný íþróttastefna hefur verið samþykkt fyrir Borgarbyggð og framundan er samtal við UMSB og íþróttahreyfinguna um að markmiðum hennar verði náð. Byggðarráð leggur áherslu á að samtal við einstaka deildir sé einnig á grundvelli stefnunnar og markmiða hennar.Samþykkt samhljóða.
9.7
Opnunarskýrsla framlögð. Byggðarráð samþykkir samhljóða að gengið verði að tilboðum lægstbjóðenda að öllum skilyrðum uppfylltum.Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
9.8
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða hvort og með hvaða hætti sveitarfélagið getur komið við björgunarsveitina og leggja fram tillögu til byggðarráðs. Þar verði horft til þess með hvaða hætti stutt hefur verið við sambærileg verkefni af hálfu sveitarfélagsins, þar má t.d. horfa til fjárhæðar sem samsvarar hluta gatnagerðargjalda af slíku húsnæði.Samþykkt samhljóða.
9.9
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita.Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
9.10
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagt samkomulag við Fornbílafjelag Borgarfjarðar sem felur í sér fullnaðaruppgjör á ágreiningi aðila og heimilar sveitarstjóra að undirrita.Fjárhagslegum áhrifum verði vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2025. Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
9.11
Byggðarráð heimilar sveitarstjóra að ganga til samninga um kaup á netöryggislausn frá Syndis á grundvelli rammasamnings félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.Samþykkt samhljóða.Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
9.12
Framlagt.
10. Byggðarráð Borgarbyggðar - 714
10.1
Farið yfir stöðuna á snjókmokstursútboði. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða
10.2
Vonir stóðu til að mögulegt yrði að nýta samlegð í lagningu rafmagns fyrir lýsingu upp í Einkunnir í samstarfi við Rarik. Það náðist því miður ekki en þrátt fyrir það leggur byggðarráð áherslu á að ráðist verði í verkið í sumar eða haust. í ljósi stöðunnar leggur byggðarráð til að verkið verði boðið út að nýju við fyrsta tækifæri. Samþykkt samhljóða.
10.3
Vinna við niðurrif á gamla sláturhúsinu gengur samkvæmt áætlun en áætlað er að liðlega 60% verksins sé lokið. Það veldur hins vegar vonbrigðum að framhald hefur orðið á þeirri þróun að magn í einstaka verkliðum hefur reynst mun meira heldur en miðað hafði verið, það á við um blöndun einangrunar við steypu, asbest og timbur. Meira hefur farið í urðun heldur en gögn gerðu ráð fyrir. Raunmagn umfram það magn sem miðað var við í gögnum leiðir til þess að kostnaður við verkið fer verulega fram úr tilboði sem var tekið. Kostnaður er þó enn undir þeim ramma sem sveitarfélagið hafði sett sér. Það er hins vegar verulega gengið á það svigrúm.Í ljósi framangreinds leggur byggðarráð til að kláraður verði fyrri áfangi enda verkið komið vel af stað en að beðið verði með að setja áfanga tvö á framkvæmdaáætlun. Samþykkt samhljóða
10.4
Nú styttist í að hægt verði að taka tvær kennslustofur í nýbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum í gagnið og því þarf að kaupa húsgögn svo hægt sé að hefja kennslu þar í haust. Farið yfir drög að búnaðaralista frá skólastjóra og ósk um að fjárfest verði í húsbúnaði nú í haust fyrir um 3,8 m.kr. í því skyni. Byggðarráð tekur vel í tillögur skólastjórnanda og vísar beiðninni til næsta viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er upp með að búnaðarlistinn verði svo fullunninn í samstarfi við sviðsstjóra fjölskyldusviðs og komi aftur fyrir byggðarráð með haustinu. Samþykkt samhljóða.
10.5
Byggðarráð ítrekar bókun sveitarstjórnar frá sveitarstjórnarfundi nr. 260: "Fyrirhuguð Holtavörðuheiðarlína 1 mun liggja um fjögur sveitarfélög. Enginn ágreiningur er uppi um þjóðhagslegt mikilvægi línunnar og mikilvægi hennar til að auka raforkuöryggi í landinu. Fyrir samfélagið í heild er því til mikils að vinna ef hægt er að auka skilvirkni skipulagsferlisins án þess að það bitni á gæðum skipulagsvinnunnar.Innan sveitarfélaga eru skiptar skoðanir um æskilegt línustæði og ekki loku fyrir það skotið að ágreiningur muni vakna milli sveitarfélaga sömuleiðis. Því er æskilegt að skapaður sé farvegur til að ávarpa og greiða úr slíkum ágreiningi og tryggja sameiginlegan skilning. Fulltrúar sveitarfélaga í nefndinni fylgja enda stefnu sinna sveitarfélaga og gæti hagsmuna þeirra.Ekki er komin reynsla á skipan raflínunefnda. Það er von sveitarstjórnar að ef til þess kemur muni nefndin verða til þess að styrkja samtal Landsnets, ráðuneytis og sveitarfélaga sem vega muni fyllilega upp á móti þeim breytta farvegi skipulagsferlisins.Skipan raflínunefndar felur í sér eftirgjöf skipulagsvalds. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á raforkulögum síðustu ár hafa rýrt skipulagsvald sveitarfélaga gagnvart kerfisáætlun Landsnets.Sveitarstjórn Borgarbyggðar vekur athygli á því að línustæði Holtavörðuheiðarlínu hefur ekki endanlega verið ákveðið né staðfest og ekki lokið við samninga við landeigendur, auk þess hefur ekki verið til staðar ágreiningur milli sveitarfélaga, sem fyrirhuguð lína kemur til með að fara í gegnum eða milli sveitarfélaga og Landsnets. Af þeim ástæðum telur Sveitarstjórn Borgarbyggðar ekki tímabært að skipa raflínunefnd að svo stöddu"Samþykkt samhljóða.
10.6
Í áætluninni er gert ráð fyrir 5,6% hækkun skatttekna á milli áranna 2025 og 2026 sem eru tæplega 340 millj kr. Í áætluninni er gert ráð fyrir óbreyttu álagningarhlutfalli fasteignaskatts frá því sem er á árinu 2025.Samþykkt samhljóða.
10.7
farið yfir minnisblað frá Ístaki þar sem gerð er grein fyrir viðbótarkostnaði vegna ófyrirséða aðstæðna undir k.löpp í byggingu. Samkvæmt upplýsingum frá EFLU verkfræðistofu er þetta kostnaður sem fellur á hendur verkkaupa vegna óvissu um nákvæma staðsetningu klapparbotns undir byggingunni. Á undirbúningsstigi verksins voru gerðar rannsóknir til þess að fá ákveðna mynd á dýpi niður á fastan botn. Það var þó ljóst að dýpið gæti verið breytilegt inn á milli þeirra mælinga sem gerðar voru. Vegna þessarar óvissu var það gefið út á útboðstíma verksins að ef dýpi niður á fastan botn reyndist vera meira en áætlað væri ætti verktaki rétt á því að fá þann kostnað greiddan. Kostnaður við stauraniðurrekstur var áætlaður í kringum 120 milljónir og er aukakostnaður um 12,5 m.kr. eða um 10% frávik frá þeim áætlunum. Þessi verkliður er oft háður töluverðri óvissu og er það mat verkefnastjóra verksins að aukakostnaður í þessu tilfelli sé innan skekkjumarka. þar sem kostnaðurinn er óverulegur af þeim heildarkostnaði sem er á áætlun fyrir verkið er ekki talin ástæða til að bregðast við með viðauka að svo stöddu. Samþykkt samhljóða
10.8
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2025. Þar er gert ráð fyrir auknum kostnaði um 1,2 m.kr. vegna hækkunar á kjarasamningum slökkviliðs, 2,3 m.kr. vegna boðtækjgreiðslna slökkviliðs, 4,0 m.kr. vegna afturvirkra hækkana slökkviliðs, 1,5 m.kr. vegna byggðarráðs og 2,8 m.kr. vegna sveitarstjórnar í ljósi hækkunar þingfarakaups og aukins fjölda varamanna, 3,0 m.kr. vegna launa í tenglum við skjölun og fl., 1,6 m.kr. vegna samnings við Syndis, 1,0 m.kr. vegna símsvörunar og 14,0 m.kr. vegna uppgjörs við fornbílafjélagið. Þá er gert ráð fyrir auknum tekjum vegna hærri arðgreiðslna en gert var ráð fyrir frá Faxaflóahöfnum að fjárhæð 30,0 m.kr. Gert er ráð fyrir breytingum á framkvæmda- og fjárfestingaráætlun þannig að ákveðið er að verja 3,7 m.kr. til búnaðarkaupa fyrir Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnreykjum. Heildarkostnaðaráhrif viðaukans nema því hækkun upp á 5,3 m.kr. sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð sem hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykkir framlagðan viðauka. Samþykkt samhljóða.
10.9
Fundargerð framlögð.
11. Byggðarráð Borgarbyggðar - 715
11.1
Ljóst er að formgalli var á útboðinu og er sveitarfélaginu því ekki stætt á að ganga til samninga á grundvelli þeirra tilboða sem bárust og ljóst að nýtt útboð þarf að fara fram og fenginn verði nýr ráðgjafi til verksins. Beðist er velvirðingar á mistökunum og felur byggðarráð sveitarstjóra að hefja þegar í stað vinnu við nýtt útboð. Samþykkt samhljóða.Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
11.2
Gjaldskrá Borgarbyggðar um gatnagerðargjöld felur í sér að 50% gatnagerðargjalds sé greitt innan eins mánaðar frá lóðarveitingu og eftirstöðvar við veitingu byggingarleyfis (7. gr.).Samkvæmt 7. gr. er byggðarráði heimilt að veita sérstakan greiðslufrest á gatnagerðargjaldi "þegar byggt er atvinnuhúsnæði eða húsnæði til endursölu, samkvæmt sérstökum greiðslusamningi sem kveður á um skilmála og greiðslukjör."Með afgreiðslu 706. fundar byggðarráðs dags. 30. apríl 2025 var Grímar ehf. úthlutað lóðum við Hrafnaflöt á Hvanneyri. Byggðarráð samþykkir að veita greiðslufrest í samræmi við eftirfarandi skilmála og greiðslukjör.Í samræmi við gjaldskrá gatnagerðargjalda skulu 50% greiðast innan mánaðar frá lóðarveitingu. Eftirstöðvar skulu greiðast í síðasta lagi við endursölu en þó eigi síðar en innan 24 mánaða frá úthlutun lóðar. Eftirstöðvar skulu bundnar byggingarvísitölu. Borgarbyggð er heimilt að skilyrða lokaúttekt þess húsnæðis sem reist verður við að fullnaðaruppgjör á gatnagerðargjöldum hafi farið fram.Samþykkt samhljóða.
12. Byggðarráð Borgarbyggðar - 716
12.1
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur þungar áhyggjur af boðuðum verndartollum Evrópusambandsins á kísiljárn. Fyrirsjáanlegt er að slíkir tollar yrðu áfall fyrir starfsemi Elkem á Grundartanga sem er eitt mikilvægasta iðnfyrirtækið á Grundartanga og um leið á sunnanverðu Vesturlandi. Neikvæð áhrif á þjóðarbúið yrðu umtalsverð. Það eru mikil vonbrigði ef ESB ákveður ganga með þessum hætti þvert gegn anda og efni Samningsins um evrópska efnahagssvæðið. Það mun hafa veruleg áhrif á uppbyggingu útflutningsiðnaðar á Íslandi ef kjarni eins mikilvægasta milliríkjasamnings Íslands reynist ekki traustari en þetta. Þá er uppbygging iðnaðar á Grundartanga og víðar um land í húfi. Sveitarfélög á Vesturlandi hafa verið samstíga um mikilvægi uppbyggingar iðnaðar á Grundartanga, unnið að nýfjárfestingu og hlúð að nýsköpun á svæðinu. Byggðarráð Borgarbyggðar tekur heils hugar undir með bæjar- og sveitarstjórnum nágrannasveitarfélaga á Akranesi og Hvalfjarðarsveit og hvetur ríkisstjórn Íslands standa þétt með hagsmunum íslensks atvinnulífs gegn boðuðum verndartollum ESB. Samþykkt samhljóða.
12.2
Samþykkt samhljóða.
12.3
Byggðarráð, sem fer með ákvörðunarvald fyrir hönd sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, samþykkir fyrir sitt leyti ofangreindar tillögur og felur sameiginlegri kjörstjórn að útfæra framkvæmdina nánar, þ.á.m. að velja kjörstaði fyrir kjördeildirnar þrjár utan Borgarness, að manna kjörstaði á opnunartíma þeirra og taka ákvarðanir varðandi færanlegan kjörstað. Byggðarráð samþykkir jafnframt fyrir sitt leyti að greiða kostnað við mönnun og umsýslu kosninganna, að því tilskyldu að hann rúmist innan viðmiða Jöfnunarsjóðs um stuðning vegna framkvæmdar íbúakosninganna. Vinna starfsfólks vegna kosninganna er háð samþykki sveitarstjóra.Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.Samþykkt samhljóða.
12.4
Framlögð ný útboðsgögn vegna útboðs á snjómokstri í dreifbýli í Borgarbyggð 2025. Í 4. mgr. 58. gr. laga um opinber innkaup segir að ef brýn nauðsyn krefst þess að hraða þurfi útboði sé kaupanda heimilt að víkja frá þeim frestum sem almennt gilda. Þó skuli frestur til að skila tilboðum yfir viðmiðunarfjárhæðum á EES-svæðinu aldrei vera skemmri en 15 almanaksdagar. Byggðaráð telur að skilyrði hraðútboðs séu uppfyllt, þar sem tími er knappur fyrir bjóðendur kunni þeir svo sem að þurfa að kaupa tæki til verksins erlendis frá.Byggðarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í leyfi sveitarstjórnar sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.Samþykkt samhljóða.
12.5
Framlagt.
12.6
Framlagt.
12.7
Lagt fram til kynningar.Bjarney L. Bjarnadóttir vék af fundi afloknum þessum dagskrárlið.
12.8
Byggðarráð tekur vel í hugmyndir körfuknattleiksdeildar Skallagríms. Að skilyrðum uppfylltum þá styður byggðarráð að deildin fái afnot af húsnæðinu til loka leiktímabilsins 2025-2026. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.Samþykkt samhljóða.
12.9
Byggðarráð tekur vel fram komnar hugmyndir og felur sveitarstjóra að vinna að samkomulagi á grundvelli þeirra. Byggðarráð leggur áherslu á að fyrirkomulagið yrði til skamms tíma enda framundan stækkun á íþróttahúsinu. Þá er mikilvægt að huga að aðkomu og snyrtilegu umhverfi. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.Samþykkt samhljóða.
12.10
Lagt fram og sveitarstjóra falið að vinna greinargerð fyrir hönd sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.
12.11
Lagt fram og sveitarstjóra falið að vinna greinargerð fyrir hönd sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.
13. Fræðslunefnd Borgarbyggðar - 244
13.1
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir mönnunaráætlunn fyrir leik-, grunn og listaskóla fyrir árið 2026. Stöðugildi byggja á þeim líkönnum sem skólarnir eru að vinna með. Á heildina litið er útlit fyrir fækkun stöðugilda á milli ára en það getur verið mismunandi á milli stofnanna. Unnið er að gerð launaáætlunar fyrir sveitarfélagið og er þessi vinna liður í því.
13.2
Lagt er fram minnisblað. Gert er ráð fyrir að deildum fækki í Uglukletti um eina haustið 2025 og verða því fjórar deildir næsta vetur. Er það liður í undirbúningi vegna framkvæmda sem hefjast við leikskólann á næsta skólaár. Unnið er að því að fjölga deildum á Klettaborg á næsta skólaári upp í fjórar og gengur sú vinna vel. Umsóknir um leikskólapláss fyrir næsta skólaár liggja að miklu leyti fyrir og er gert ráð fyrir að lítið mál verði að taka öll þau börn inn á réttum tíma. Gott samtal verður á milli leikskólanna ef það bætast við margar umsóknir í haust.
13.3
Guðmunda Ólafsdóttir mætti til fundarins og fer í yfir drög að íþróttastefna Borgarbyggðar. Stefnan hefur nú legið frammi til umsagnar og einnig er hún byggð á ítarlegu og miklu samtali við helstu hagaðila og íbúa í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd vill þakka Guðmundu kæralega fyrir hennar vinnu og framsetningu á stefnunni. Fræðslunefnd vísar stefnunni til byggðarráðs til umræðu.
13.4
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fer yfir stöðuna á stofnun STEAM Borgarbyggð. Undirbúningsvinna er kominn vel á veg. Aðgerðaráætlun fer í gang næsta vetur og Signý Óskarsdóttir ætlar að leiða þá vinnu.Sem lið í skólastefnu Borgarbyggð mun sveitarfélagið styðja við stofnun STEAM Borgarbyggð. Fræðslunefnd fangar því að vinna er kominn vel á veg og ánægjulegt að STEAM Borgarbyggð sé að verða að veruleika.
13.5
Lagt fram til kynnngar að Borgarbyggð hefur fengið styrk frá Innviðaráðuneytinu fyrir verkefnið Brúin um Borgarfjörð til að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna, fjölga sætum og tryggja stöðuleika í akstrinum, þannig að t.d. nemendur við Menntaskólann Borgarfjarðar haldi áfram að nýta sér hann og fleiri geti þannig séð tækifæri í að nýta sér þjónustuna.
14. Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar - 30
14.1
Hækkun á dagsverki um 1.000 kr. Fjárgjöld þau sömu og í fyrraHækkun á fæði um 500 kr/dag.Verk færast á milli eftirtalinna bæja:- Seinni leit færist frá Grímsstöðum yfir á Kjalvararstaði.- Heiðarleit færist frá Giljum yfir á Deildartungu.- Geitlandsleit færist frá Geirshlíð yfir á Kópareyki.- Skilamaður í Nesmelsrétt færist frá Stóra-Ási yfir á Kópareyki.- Bætum við manni í Húsafellsleit sem leggst á Hrísar.- Fækka um einn mann í seinni leit.- Marklýsing í Fljótstungurétt færist frá Hrísum á Deildartungu.- Trúss og matráður verða Ingi Þór Magnússon í Heiðarleit,Friðbjörn Rósinkar Ægisson og Eiríkur Jónsson Í Dragraleit og Þorsteinn Bjarki Pétursson og Eiríkur Jónsson í seinnileit. Samþykkt samhljóða.
14.2
Ákveðið að kaupa talsstöðvar fyrir leitarmenn til að auðvelda samskipi í leitum. Samþykkt samhljóða.
14.3
Nú þegar Hvítsíðungar hafa fellt niður sína þriðju leit þá eru engir leitarmenn sem smala samsíða okkur niður af heiðinni í okkar annari leit, og því brýnt að endurnýja girðinguna í Lambatungum til að koma í veg fyrir að fé fari á milli afrétta. Samþykkt samhljóða.
14.4
Farið yfir kosti og galla þess að færa réttardaga, en fundarmenn sammála um að það yrði að ræða á fundi með fjáreigendum.Samþykkt samhljóða.
14.5
Ákvörðun tekin um að réttað verður eingöngu á sunnudegi, og hætt verði alfarið að draga fé í dilka á laugardagskvöldi þegar safn kemur niður. Samþykkt samhljóða.
15. Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar - 54
15.1
Upplýsingar um jarðamat fengnar úr Þjóðskrá. Álagning á kind 720 kr.Álagningarhlutfall á fasteingamat 1,01%Álögð fjallskil samtals: 3.821.309 kr.Innheimt í peningum: 1.868.309 kr.Dagsverkamat í leitum helst óbreytt.Gengið frá fjallskilaseðli.