Baula þjónustumiðstöð – Nýtt deiliskipulag

Í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst skipulagslýsing deiliskipulags þjónustumiðstöðvar Baulu í Borgarbyggð.
Baula – Þjónustumiðstöð.
Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkti þann 04.04.2025 að auglýsa lýsingu að nýju deiliskipulagi þjónustumiðstöðvar Baulu í Borgarbyggð.
Skipulagssvæðið afmarkast af lóðinni Baulu (Borgaland L134873). Lóðin er um 20.000 m2 með aðkomu út frá Vesturlandsvegi og Borgarfjarðarbraut. Sunnarlega á lóðinni er 406 m2 þjónustubygging með afgirtu leiksvæði. Einnig eru eldsneytisdælur, þvottaplan og spennihús. Fjórar hraðhleðslustöðvar eru til bráðabirgða. Norðaustur hluti lóðarinnar hefur verið ræktað tún en annar gróður farin að taka yfir þar í dag. Markmiðið með deiliskipulaginu er að gera breytingar innan lóðarinnar til að bæta við hraðhleðslustöðvum og möguleika á að stækka þjónustubygginguna. Áætlunin samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. · Skipulagslýsingin er aðgengileg hér
Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst hér í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 10.04.2025 til og með 27.04.2025 og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að koma með ábendingu við lýsinguna á kynningartíma. Ábendingum skal skilað í skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á lýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Vakin er athygli á að ábendingar teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Borgarbyggð, 10. apríl, 2025.